„Eins og jörðin hafi gleypt hann“

Siem Pilot
Siem Pilot AFP

Engar nýjar vísbendingar hafa borist um hvarf Benjamíns Ólafssonar sem er í áhöfn norska björgunarskipsins Siem Pi­lot, að sögn frænda hans. „Það er eins og jörðin hafi gleypt hann,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Benjamín fór frá borði skipsins um miðja nótt á mánudag. Ekkert hefur spurst til hans síðan þá þrátt fyrir ítarlega leit og fyrirspurnir.

Móðir Benjamíns, tvær systur hans og mágur komu til bæjarins Cat­ania á Sikiley í gærkvöldi og veita aðstoð við leitina. 

Benjamín flutti ungur að árum til Noregs og hefur búið þar nánast alla sína ævi ásamt móður og systrum sínum. 

Upp­lýs­inga­full­trúi norsku rann­sókn­ar­lög­regl­unn­ar, Kripos, Ida Dahl Nils­sen, segir að Siem Pilot hafi átt að leggja af stað úr höfn á Sikiley í dag en brottför hafi verið frestað vegna hvarfs Benjamíns.

Siem Pilot hefur verið að störfum í Miðjarðarhafi síðan í …
Siem Pilot hefur verið að störfum í Miðjarðarhafi síðan í byrjun júní AFP
Flóttafólk sem áhöfn Siem Pilot bjargaði
Flóttafólk sem áhöfn Siem Pilot bjargaði AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert