Ríkið hefur vanmetið tekjur af bönkunum

 Fjármálaráðuneytið vanmat tekjur sínar af viðskiptabönkunum um 200% í …
 Fjármálaráðuneytið vanmat tekjur sínar af viðskiptabönkunum um 200% í fyrra. Samsett mynd/Eggert

Fjár­laga­frum­vörp síðustu tveggja ára van­mátu tekj­ur rík­is­sjóðs af eign­ar­hlut­um hans í viðskipta­bönk­un­um þrem­ur um sam­tals 30,8 millj­arða króna.

Þannig gerði frum­varpið 2014 ráð fyr­ir 8,1 millj­arði í arð en raun­in varð sú að bank­arn­ir greiddu rík­inu tæp­an 21 millj­arð. Frum­varp vegna yf­ir­stand­andi rekstr­ar­árs gerði ráð fyr­ir rúm­lega 7,7 millj­arða tekj­um af sömu eign­um en tekj­urn­ar reynd­ust 25,6 millj­arðar króna.

Í ný­fram­lögðu fjár­laga­frum­varpi er gert ráð fyr­ir því að arður rík­is­ins af bönk­un­um þrem­ur muni nema 8 millj­örðum króna. Á sama tíma sýna hálfs­árs­upp­gjör bank­anna að sam­an­lagður hagnaður þeirra er tæp­ir 43 millj­arðar króna á fyrri hluta árs­ins, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um þetta efni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert