Fundu fyrst síma og bol

Fjallað er um hvarf Benjamíns og árangursríka leitina í ítölskum …
Fjallað er um hvarf Benjamíns og árangursríka leitina í ítölskum fjölmiðlum. Skjáskot/Cataniatoday.it

Farsími og grár bolur í eigu Benjamíns Ólafssonar, sem leitað var á Sikiley í vikunni, fundust á brautarpalli í neðanjarðarlestarkerfi í borginni Cataniu á meðan leitinni stóð. Sérstakt lögreglulið, sem stýrt hafði leitinni í þrjá daga, fann svo Benjamín um kl. 19.30 að íslenskum tíma í gærkvöldi í vörugeymslu við lestarstöð í Cataniu. Þetta kemur fram í ítölskum fjölmiðlum um málið. Norska blaðið Dagbladet segir hins vegar að Kripos, norska rannsóknarlögreglan, hafi ekki viljað greina frá því hvar Benjamín fannst.

Benja­mín er skipverji á norsku björgunarskipi, Siem Pilot. Hann yfirgaf skipið um miðja nótt á mánudag og hófst víðtæk leit að honum í kjölfarið. 

Í samtali við mbl.is í dag sagði fulltrúi rannsóknarlögreglunnar í Noregi að Siem Pilot myndi halda aftur til sjávar í dag. Sagði hann að ekki yrði neinn blaðamannafundur vegna málsins að svo stöddu.

Hjá skipafélaginu O.H. Meling & co, sem rekur skipið, fengust þær upplýsingar í dag að fjölskyldan kæmi til Noregs á morgun og að það liti allt vel út með Benjamín.

 Skipið hef­ur tekið þátt í að bjarga flótta­mönn­um á Miðjarðar­hafi undanfarna mánuði. Skipverjar Siem Pilto hafa samkvæmt upplýsingum Dagbladet tekið þátt í að bjarga mörg þúsund flóttamönnum í neyð.

Móðir Benja­míns, Ragn­heiður Benja­míns­dótt­ir, staðfesti við mbl.is í gærkvöldi að hann væri fund­inn. Hún var þá stödd á Sikiley til að aðstoða við leitina. 

„Það sem ég get sagt er að hann fer í lækn­is­skoðun um borð í skip­inu núna. Fyr­ir­tækið hef­ur sent nýj­an starfs­mann til þess að hann geti snúið aft­ur heim til Nor­egs með fjöl­skyldu sinni ein­hvern næstu daga,“ hafði norska dag­blaðið Ver­d­ens Gang eft­ir Axel Due, tals­manni norsku rann­sókn­ar­lög­regl­unn­ar, í gærkvöldi.

Due sagði að ekki væri hægt að segja meira um málið að svo stöddu og að fjöl­skylda Benja­míns hefði óskað eft­ir því að vera lát­in í friði vegna máls­ins.

Benjamín er skipverji á Siem Pilot sem hefur m.a. aðstoðað …
Benjamín er skipverji á Siem Pilot sem hefur m.a. aðstoðað við leit að flóttamönnum á Miðjarðarhafi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert