„Grikkland ekki talið öruggt land“

Ólöf Nordal innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Flótta­fólk er ekki sent aft­ur til þeirra landa sem telj­ast óör­uggt land fyr­ir það. Þetta á meðal ann­ars við um Grikk­land, Ítal­íu og Ung­verja­land. Þá verður fylgst nán­ar með þróun mála í Króa­tíu. Þetta sagði Ólöf Nor­dal, inn­an­rík­is­ráðherra, í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag. Hún bætti við að straum­ur flótta­manna væri í raun þjóðflutn­ing­ar.

Á að taka Dyfl­inn­ar­reglu­gerðina tíma­bundið úr sam­bandi?

Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna, sagði að ný­lega hefði sýr­lensk­ur flóttamaður verið send­ur úr landi með vís­un í Dyfl­inn­ar­reglu­gerðina. Sagði hún að reglu­gerðin væri heim­ild til að senda fólk til baka, en ekki skylda. Spurði hún Ólöfu hvort hún myndi senda til­mæli til Útlend­inga­stofn­un­ar um að hætta að senda flótta­fólk frá Sýr­landi til baka með vís­un í reglu­gerðina.

Ólöf sagði að reglu­gerðin væri ein sú mik­il­væg­asta fyr­ir Schengen sam­starfið. Taldi hún ekki rétt á þess­um tíma­punkti að taka hana úr sam­bandi. Sagði hún að ef lönd færu að hætta að horfa til Dyfl­inn­ar­reglu­gerðar­inn­ar þá komi upp spurn­ing­in hvort að Schengen sam­starfið virki eða ekki. Hún tók þó fram að ákveðið hefði verið að senda flótta­fólk ekki til baka til ákveðinna landa þar sem ekki væri talið að aðbúnaður þeirra væri nægj­an­leg­ur og ör­yggi þeirra tryggt.  „Grikk­land ekki talið ör­uggt land. Sama á við um Ítal­íu og Ung­verja­land,“ sagði Ólöf og bætti við að fylgst væri með Króa­tíu.

Ekki bara flótta­menn held­ur þjóðflutn­ing­ar

Stein­unn sagði leitt að heyra að reglu­gerðin yrði ekki tek­in úr sam­bandi við þess­ar aðstæður. Sagðist skilja að halda þyrfti utan um skrán­ingu á ytri landa­mær­um, en að mik­il­væg­ara væri að veita fólki skjól sem flýr úr erfiðum aðstæðum en að huga að skriffinnsku.

Ólöf bætti við í seinna svari sínu að nú væri mik­il­vægt að öll skrán­ing haldi og sagði að í raun væri þetta ekki bara flótta­menn held­ur þjóðflutn­ing­ar milli svæða. „Það reyn­ir á öll reglu­verk,“ sagði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka