Eftir að Dimítrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, lagði til við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, á símafundi þann 14. ágúst sl. að löndin réðust í sameiginlegt átak hafa íslensk stjórnvöld og fulltrúar frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) reynt að fá botn í það hvað rússneski forsætisráðherrann átti við með þessum orðum sínum.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa þær tilraunir enn engan árangur borið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í blaðinu í dag.
Sendinefnd á vegum SFS fór til Rússlands fyrir skemmstu, til viðræðna við rússneska viðskiptavini þar í landi. Sú för mun ekki hafa skilað neinni niðurstöðu.