Ísraeli lést við Svínafellsjökul

Svínafellsjökull
Svínafellsjökull Friðrik Tryggvason

Maðurinn sem lést við Svínafellsjökul í gær var 65 ára gamall Ísraeli. Þetta kemur fram í ísraelskum fjölmiðlum í dag en sendiráð Ísraels í Ósló vinnur nú að því að fá lík mannsins flutt heim.

Á Faceobook síðu lögreglunnar á Suðurlandi í gær kom fram að erlendur ferðamaður hafi fallið fram af klettum við vestanverðan jökulinn á öðrum tímanum í gær og látist við fallið. Hann var hluti af hóp á ferð um landið, hópurinn fékk viðeigandi aðstoð í kjölfar áfallsins og tildrög slyssins eru í rannsókn lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka