Ræddu við starfsfólk hótelsins

Florian Maurice Francois Cendre.
Florian Maurice Francois Cendre. Ríkislögreglustjóri

Lögreglan á Suðurlandi er engu nær um ferðir franska ríkisborgarans Florian Maurice Francois Cendre sem fannst látinn í Laxárdal í Nesjum í haust. Ítarleg leit að hugsanlegum eigum hans var gerð á svæðinu þar sem hann fannst en án árangurs. Búið er að ræða við starfsfólk hótelsins þar sem vitað er að hann gisti aðfaranótt 2. október 2014.

Lögregla hefur óskað eftir upplýsingar um ferðir unga mannsins en engar vísbendingar hafa borist vegna málsins. Fyrir liggur að Cendre kom hingað með flugi til Íslands 1. október 2014 og gisti eina nótt á hóteli í Reykjavík áður en hann fór með flugi daginn eftir frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði. Þegar lögregla ræddi við starfsfólk hótelsins mundi það ekki eftir unga manninum. 

Búið er að kryfja lík unga mannsins og bíður lögregla niðurstöðu krufningarinnar. Að sögn Þorgríms Óla Sigurðarsonar, aðstoðaryfirlögregluþjóna hjá lögreglunni á Suðurlandi, gæti liðið nokkur tími áður en niðurstaða berst.

Frétt mbl.is: Gisti eina nótt í Reykjavík

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert