Gæsluvarðhaldið framlengt

Fólkið kom með Norrænu til Seyðisfjarðar.
Fólkið kom með Norrænu til Seyðisfjarðar. Pétur Kristjánsson

Gæsluvarðhald yfir hollensku pari sem var handtekið á Seyðisfirði í byrjun september hefur verið framlengt um tvær vikur. Parið er grunað um stórfellt fíkniefnabrot sem varðar allt að 12 ára fangelsi, en í bifreið þeirra fundust 14 niðursuðudósir sem maðurinn sagði innihalda fíkniefni.

Frétt mbl.is: Búið að yfirheyra parið oftar en einu sinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert