Karl metinn hæfastur

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Það er mat dómnefndar að Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður sé hæfari til setu í Hæstarétti en Davíð Þór Björgvinsson og Ingveldur Einarsdóttir, sem þykja þó hafa meiri menntun og reynslu af dómarastörfum.

Þetta kemur fram á vef RÚV, en Kastljós hefur umsögn dómnefndar undir höndum.

Karl, Davíð Þór og Ingveldur sóttu þrjú um embætti hæstaréttardómara. Davíð Þór er prófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og Ingveldur héraðsdómari.

Í frétt RÚV kemur m.a. fram að Davíð Þór hefði skorað hæst þegar menntun umsækjenda var skoðuð, þá Ingveldur en Karl lægst. Reynsla Ingveldar af dómarastörfum var hins vegar talin vega þyngra en reynsla Davíðs Þórs, og bæði voru þau talin reynslumeiri en Karl hvað þetta varðar.

„Í mati á reynslu umsækjenda af lögmannsstörfum var Karl sagður standa hinum umsækjendunum tveimur mun framar. Karl hafi til dæmis einn umsækjenda lögmannsréttindi í Hæstarétti og reynslu af flutningi á þriðja hundrað mála fyrir réttinum. Ingveldur hafi ekki reynslu af störfum á lögmannsstofu og Davíð Þór litla reynslu,“ segir í frétt RÚV.

Þar kemur einnig fram að ýmis önnur reynsla hafi verið talin Karli til tekna og hann því metinn hæfastur umsækjenda.

Umsögn dómnefndar í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert