Skúli Magnússon, héraðsdómari og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, sem jafnframt er formaður Dómarafélags Íslands, telur að endurupptökunefnd hafi fengið of mikil völd í hendur.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að vafasamt sé að fyrirkomulag við meðferð á beiðnum um endurupptöku dómsmála standist grundvallarreglur stjórnarskrárinnar um sjálfstæði dómsvaldsins og réttláta málsmeðferð.
Skúli segir að þarna sé stjórnvaldsnefnd í raun komin með vald til að fella dóma úr gildi og leggja fyrir dómstóla að taka mál fyrir að nýju.