Greinargerð tillögu verði felld úr gildi

Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkur.
Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkur. mbl.is/Styrmir Kári

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks lagði fram tillögu á fundi borgarráðs í gær um að fella úr gildi tillögu Reykjavíkurborgar um að sniðganga vörur frá Ísrael.

Í tillögunni segir að mikilvægt sé að eyða allri óvissu í málinu.

„Greinargerð sem fylgdi tillögu Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna í borgarstjórn 22. þ.m. heldur málinu ennþá galopnu þar sem ekki var fallist á að draga greinargerðina til baka, en í henni eru boðaðar áframhaldandi aðgerðir borgarstjórnar í þessu máli. Greinargerðin er því stefnumarkandi. Slík óvissa er mjög skaðleg íslenskum hagsmunum og hefur haft neikvæð áhrif á ímynd lands og þjóðar. Því er lagt til að greinargerðin verði felld úr gildi,“ segir í tillögu Sjálfstæðisflokksins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka