Minjastofnun Íslands hefur með ákvörðun á grundvelli 18., 19. og 20. gr. laga um menningarminjar nr 80/2012 lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur.
Um er að ræða garð sem að grunni til er reistur í tengslum við hafnargerð í Reykjavík á árunum 1913-1917 en var færður fram um 6-7 metra árið 1928 í tengslum við vegabætur við höfnina.
„Málið er nú úr höndum Minjastofnunar Íslands sem getur þar af leiðandi ekki svarað neinum fyrirspurnum vegna erindisins,“ segir í fréttatilkynningu frá Minjastofnun.
Stofnunin skyndifriðaði garðinn í byrjun september.
Hafnargarðurinn kom í ljós við framkvæmdir þróunarfélagsins Landstólpa við undirbúning byggingu verslunar- og íbúðarhúsnæðis á Austurbakka. Garðurinn var reistur á fyrri stríðsárunum sem hluti af hafnargerðinni en hún var á þeim tíma stærsta og merkasta verklega framkvæmd sem Íslendingar höfðu ráðist í, að sögn Péturs H. Ármansson, sviðsstjóra hjá Minjastofnun. Járnbraut var meðal annars notuð til að flytja efni úr Skólavörðuholti og Öskjuhlíð og er það eina skipti sem lestar hafa verið notaðar á Íslandi.
Fréttir mbl.is:
Hafnargarðurinn skyndifriðaður
Hafnargarðurinn verði varðveittur