Minjastofnun vill friðlýsa hafnargarðinn

Gamli hafnargarðurinn kom í ljós við framkvæmdir við Austurhöfn í …
Gamli hafnargarðurinn kom í ljós við framkvæmdir við Austurhöfn í sumar. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Minjastofnun Íslands hefur með ákvörðun á grundvelli  18., 19. og 20. gr. laga um menningarminjar nr 80/2012 lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur.

Um er að ræða garð sem að grunni til er reistur í tengslum við hafnargerð í Reykjavík á árunum 1913-1917 en var færður fram um 6-7 metra árið 1928 í tengslum við vegabætur við höfnina.  

„Málið er nú úr höndum Minjastofnunar Íslands sem getur þar af leiðandi ekki svarað neinum fyrirspurnum vegna erindisins,“ segir í fréttatilkynningu frá Minjastofnun. 

Stofnunin skyndifriðaði garðinn í byrjun september.

Hafnargarðurinn kom í ljós við fram­kvæmd­ir þró­un­ar­fé­lags­ins Land­stólpa við undirbúning byggingu versl­un­ar- og íbúðar­hús­næðis á Aust­ur­bakka. Garður­inn var reist­ur á fyrri stríðsár­un­um sem hluti af hafn­ar­gerðinni en hún var á þeim tíma stærsta og merk­asta verk­lega fram­kvæmd sem Íslend­ing­ar höfðu ráðist í, að sögn Pét­urs H. Árm­ans­son, sviðsstjóra hjá Minja­stofn­un. Járn­braut var meðal ann­ars notuð til að flytja efni úr Skóla­vörðuholti og Öskju­hlíð og er það eina skipti sem lest­ar hafa verið notaðar á Íslandi.

Fréttir mbl.is:

Hafnargarðurinn skyndifriðaður

Hafn­argarður­inn verði varðveitt­ur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert