Leita skjóls frá stríði og trúarofsóknum

Irina frá Úsbekistan og sonur hennar komu hingað í ágúst.
Irina frá Úsbekistan og sonur hennar komu hingað í ágúst. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Á hverjum degi streymir til landsins fólk frá hinu stríðshrjáða Sýrlandi, Balkanskaganum og öðrum löndum þar sem fátækt og eymd ríkir. Fólkið kemur hingað með flugi og sækir um hæli og þarf að vona það besta, en flestir sjá enga framtíð í heimalandinu.

Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins er rætt við fjölskyldu frá Sýrlandi sem upplifði skelfingar stríðsins og lenti í ólýsanlegum raunum á flóttanum til Íslands.

Einnig er rætt við fimm manna fjölskyldu frá Úsbekistan sem flúði vegna trúarofsókna. Faðirinn var tekinn höndum og barinn og sveltur í fangelsi en þau segja spillingu vera allsráðandi í landinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert