40% með Evrópusambandinu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

Jó­hann­es Þór Skúla­son, aðstoðarmaður Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, seg­ir að ræða for­sæt­is­ráðherra á leiðtoga­fundi Sam­einuðu þjóðanna í gær marki ekki stefnu­breyt­ingu í lofts­lags­mál­um. 

Þetta er ekki ein­hliða yf­ir­lýs­ing um 40% lækk­un af Íslands hálfu held­ur mark­mið um 40% lækk­un í sam­floti með Evr­ópu­sam­band­inu,“ seg­ir Jó­hann­es Þór.

Hann seg­ir að stjórn­völd á Íslandi hygg­ist enn taka við „sann­gjörnu hlut­falli“ af heild­arminnk­un los­un­ar gróður­húsaloft­teg­unda á Evr­ópu­sam­bands­svæðinu en hafi ekki skuld­bundið sig til þess að draga úr los­un um 40%. 

For­sæt­is­ráðherra sagði í ræðu sinni að Ísland hefði „ný­lega heitið því að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 40% fyr­ir árið 2030“, en í sam­tali við mbl.is sagði Árni Finns­son, formaður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands, að orð for­sæt­is­ráðherra væru af­drátt­ar­laus­ari um skuld­bind­ing­ar Íslands í lofts­lags­mál­um en áður.  

„Við höf­um sagt að við mun­um taka við svo­kölluðu „sann­gjörnu hlut­falli“ þangað til núna, þegar for­sæt­is­ráðherra seg­ir að við mun­um draga úr los­un um 40%, ná­ist samn­ing­ar,“ sagði Árni í gær, en sam­kvæmt aðstoðar­manni Sig­mund­ar er ekki um að ræða þá stefnu­breyt­ingu sem orð ráðherra á leiðtoga­fund­in­um virðast gefa til kynna.

Sjá frétt mbl.is um málið: „Af­drátt­ar­laus­ari um minni los­un“

ESB horf­ir til þess að minnka heild­ar­los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 40% á svæðinu ná­ist samn­ing­ar á lofts­lags­ráðstefn­unni í Par­ís í haust. Taki Íslend­ing­ar við „sann­gjörnu hlut­falli“ af þeirri minnk­un, hafa stjórn­völd  svig­rúm til þess að semja við ESB um hversu stór hluti Íslend­inga verður.

Raforkustöð á Bretlandi, þar sem kolum er brennt. Hlutfall Íslands …
Raf­orku­stöð á Bretlandi, þar sem kol­um er brennt. Hlut­fall Íslands í los­un­ar­mark­miðum mun velta á sam­komu­lagi við önn­ur Evr­ópu­ríki. AFP

Vegna sér­stakra aðstæðna hér á landi, þá einkum og sér í lagi vegna þess hversu stórt hlut­verk end­ur­nýj­an­leg­ir orku­gjaf­ar spila á Íslandi, hef­ur hingað til verið litið svo á að Íslend­ing­ar þurfi að draga hlut­falls­lega minna úr los­un held­ur en flest önn­ur lönd ESB. Ísland hef­ur verið í sam­floti með ESB í Kyoto bók­un núm­er tvö um 20% sam­drátt í los­un gróður­húsaloft­teg­unda til árs­ins 2020 en hér á landi þarf aðeins að draga úr los­un um 15%.

Þannig get­ur skipt máli hvort orðalagið er notað, þ.e. hvort Ísland ætli sér að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 40% eða hvort sann­gjarnt hlut­fall af 40% heild­arminnk­un los­un­ar Evr­ópu­sam­bands­ins sé á ábyrgð Íslands.

Norðmenn hafa gengið skref­inu lengra og sagst ætla að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 40% óháð niður­stöðum Par­ís­ar­fund­ar­ins.

Í ræðu sinni vék for­sæt­is­ráðherra einnig að mik­il­vægi þess að standa vörð um skyn­sam­lega nýt­ingu og stjórn á nátt­úru­auðlind­um lands og sjáv­ar. Talið er að auk­in kol­efn­is­bind­ing sjáv­ar, eða súrn­un sjáv­ar sem er bein af­leiðing af auknu magni gróður­húsaloft­teg­unda í and­rúms­loft­inu, geti haft áhrif á vist­kerfi við Íslands­strend­ur.

Hugi Ólafs­son, skrif­stofu­stjóri í um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­inu, seg­ir að Par­ís­ar­fund­ur­inn muni ekki taka beint á súrn­un sjáv­ar en að besta leiðin til þess að tak­ast á við það vanda­mál sé ein­fald­lega að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert