Er Hæstiréttur undanþeginn jafnréttislögum?

Málþingið verður í Lögbergi.
Málþingið verður í Lögbergi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Orator, félag laganema við Háskóla Íslands, boðar á miðvikudaginn 30. september til málþings með yfirskriftinni „Er Hæstiréttur undanþeginn jafnréttislögum? Jafnrétti kynjanna í Hæstarétti.“ Málþingið hefst klukkan 12:00 og er öllum opið.

Frummælendur á málþinginu verða: Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, Kristrún Elsa Harðardóttir, formaður Félags kvenna í lögmennsku og Ragnar Aðalsteinsson, eigandi á Rétti lögmannsstofu. Málþingið er í tilefni af nýlegri niðurstöðu dómnefndar sem mat hæfi umsækjenda um starf hæstaréttardómara, en nefndin var eingöngu skipuð körlum. 

Að framsögum loknum verður opnað fyrir spurningar úr sal, en einnig ef tími gefst til verður opið fyrir spurningar af twitter undir merkinu #orator15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert