Á sunnudag barst tilkynning á lögreglustöðina á Hvolsvelli um utanvegaakstur í Landmannalaugum. Þar voru á ferð erlendir ferðamenn á tveimur jeppum sem skildu eftir sig um eins kílómetra för í jarðveginum.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.
Ungur karlmaður var handtekinn á Selfossi í síðustu viku með smávegis magn af kannabis. Hann viðurkenndi að eiga efnið.
Tveir eigendur ökutækja voru kærðir fyrir að aka um á ótryggðum bifreiðum. Sekt við slíku broti er 30 þúsund krónur.