Blóðrauður máni á himni

Tunglmyrkvinn sást vel á höfuðborgarsvæðinu í nótt þrátt fyrir örlitla …
Tunglmyrkvinn sást vel á höfuðborgarsvæðinu í nótt þrátt fyrir örlitla skýjaslikju á himni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Almyrkvi á tungli sást yfir Ísland í nótt. Þeir sem vöktu eftir myrkvanum fengu að njóta stórbrotins sjónarspils þegar máninn færðist í skugga jarðarinnar en lýsti blóðrauður á himni. 

Fullt tunglið byrjaði að ganga inn í skugga jarðarinnar skömmu eftir miðnætti. Hámarki sínu náði almyrkvinn á milli kl. 02:11 og 03:23 í nótt. Hann var vel sýnilegar á höfuðborgarsvæðinu þó að þunn skýjaslikja þekti himinn sem léði sjónarspilinu aðeins dulúðugari blæ.

Myrkvinn er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að hann átti sér stað á stærsta fulla tungli ársins, þ.e.a.s. þegar tunglið er næst jörðinni. Síðast gerðist það árið 1982 og næst mun það eiga sér stað árið 2033.

Rauði liturinn á myrkvuðu tunglinu helgast af ljósi sem berst …
Rauði liturinn á myrkvuðu tunglinu helgast af ljósi sem berst frá sólsetrum og sólarupprásum á næturhlið jarðarinnar sem snýr að tunglinu á meðan að myrkvinn gengur yfir. mynd/Sævar Helgi Bragason

Kjartan Þorbjörnsson, Golli, ljósmyndari mbl.is og Morgunblaðsins náði myndum af myrkvanum þegar hann var í hámarki sínu. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og ritstjóri Stjörnufræðivefsins, á myndina af almyrkvanum hér fyrir ofan en hún var tekin við Rauðhóla, rétt utan við höfuðborgina þegar myrkvinn var í hámarki. 

Lesa má nánar um almyrkvann á tungli á Stjörnufræðivefnum.

Almyrkvi! Blóðrauður „ofurmáni“.Mynd: Sævar Helgi Bragason

Posted by Stjörnufræðivefurinn on Sunday, 27 September 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert