Hvetja Ólöfu til framboðs á landsfundi

Ólöf Nordal innanríkisráðherra á Alþingi.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra á Alþingi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Á fundi full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna og sjálf­stæðis­fé­lag­anna á Seltjarn­ar­nesi, sem hald­inn var í kvöld, var samþykkt álykt­un um að hvetja Ólöfu Nor­dal til að bjóða sig fram til embætt­is vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins á næsta lands­fundi sem fram fer í októ­ber.

„Fund­ur­inn hvet­ur Ólöfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráðherra til að gefa kost á sér til embætt­is vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins á kom­andi lands­fundi.  Ólöf hef­ur sýnt það í störf­um sín­um nú sem fyrr að hún býr yfir krafti, áræðni og reynslu til for­yst­u­starfa á veg­um Sjálf­stæðis­flokks­ins,“ seg­ir í álykt­un fund­ar­ins.

Lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins fer fram dag­ana 23.-25. októ­ber næst­kom­andi.

Áður hef­ur komið fram að Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, þingmaður og vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, ætli að sækj­ast eft­ir áfram­hald­andi setu í stóli vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka