Fleiri skora á Ólöfu Nordal

Ólöf Nordal innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Skorað var á Ólöfu Nordal innanríkisráðherra á hádegisfundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna, sem fram fór í dag í höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, að gefa kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi hans sem fram fer 23.-26. október.

Ólöf var gestur fundarins og hélt þar erindi um ýmis þau mál sem undir ráðuneyti hennar heyra. Að því loknu var opnað fyrir fyrirspurnir og fól sú fyrsta í sér áskorun á Ólöfu að gefa kost á sér. Var áskoruninni fagnað með miklu lófataki en alls urðu þær þrjár. 

Áður hafa sjálfstæðisfélögin á Seltjarnarnesi og Félag sjálfstæðismanna í Langholtshverfi í Reykjavík skorað á Ólöfu að gefa kost á sér. Þá sendu tíu forystumenn innan Sjálfstæðisflokksins frá sér yfirlýsingu sama efnis í morgun.

Mbl.is ræddi við Ólöfu eftir fundinn í Valhöll en hún vildi ekki tjá sig um áskoranirnar á hana.

Fréttir mbl.is:

Forystumenn skora á Ólöfu

Skorað einróma á Ólöfu

Hvetja Ólöfu til framboðs á landsfundi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert