Skorað einróma á Ólöfu

Ólöf Nordal innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra. mbl.is/Golli

„Til­lag­an var lögð fram af for­ystu­mönn­um sjálf­stæðis­fé­lag­anna á Seltjarn­ar­nesi og málið var síðan samþykkt ein­róma á fund­in­um. Það tók eng­inn til máls til að and­mæla henni,“ seg­ir Friðrik Friðriks­son, formaður stjórn­ar Full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna á Seltjarn­ar­nesi, í sam­tali við mbl.is.

Samþykkt var á sam­eig­in­leg­um fundi Full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna á Seltjarn­ar­nesi, Sjálf­stæðis­fé­lags Seltirn­inga og Bald­urs, fé­lags ungra sjálf­stæðismanna á Seltjarn­ar­nesi, álykt­un þar sem Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráðherra er hvött til þess að gefa kost á sér sem vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins á lands­fundi flokks­ins 23.-25. októ­ber. Álykt­un­in hjóðaði svo:

„Fund­ur­inn hvet­ur Ólöfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráðherra til að gefa kost á sér til embætt­is vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins á kom­andi lands­fundi. Ólöf hef­ur sýnt það í störf­um sín­um nú sem fyrr að hún býr yfir krafti, áræðni og reynslu til for­yst­u­starfa á veg­um Sjálf­stæðis­flokks­ins.“

Fé­lag sjálf­stæðismanna í Lang­holts­hverfi í Reykja­vík skoraði í síðustu viku einnig á Ólöfu að gefa kost á sér í embætti vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins á lands­fund­in­um fyrr í þess­um mánuði, en Ólöf var vara­formaður flokks­ins frá 2010 til 2013 þegar hún lét af embætti og þing­mennsku.

Friðrik seg­ir að ákveðið hafi verið að leggja fram álykt­un­ar­til­lög­una tals­vert fyr­ir fund­inn en til­gang­ur hans var aðallega að velja full­trúa fé­lag­anna á lands­fund. Aðspurður seg­ir hann að það hafi óneit­an­lega komið nokkuð á óvart að stuðning­ur við til­lög­una hafi verið svona af­ger­andi. Hún hafi nán­ast verið samþykkt umræðulaust og eng­inn lagst gegn henni en um 40-50 manns voru á fund­in­um að hans sögn.

Frétt mbl.is: Hvetja Ólöfu til fram­boðs á lands­fundi

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert