Biðst afsökunar á athugasemdunum

Hópur tíunda bekkinga í Háteigsskóla mættu í magabolum í skólann …
Hópur tíunda bekkinga í Háteigsskóla mættu í magabolum í skólann á föstudaginn í síðustu viku til þess að mótmæla athugasemdum kennara. mbl.is/Eggert

Skólastjóri Háteigsskóla, Ásgeir Beinteinsson, biður foreldra og nemendur skólans afsökunar á því að kennarar eða starfsmenn skólans hafi kunnað að særa eitthvað barn í skólanum með athugasemdum um klæðaburð þeirra í fréttabréfi sem sent var til foreldra barna í Háteigsskóla í dag.

„Hafi kennari eða starfsmaður sært eitthvert barn í skólanum með athugasemdum sínum um klæðnað þykir okkur það afar miður og biðjumst afsökunar á því,“ skrifar Ásgeir.

Hann segir að kennarar skólans hafi lýst áhyggjum við skólastjórnendur af því að nokkrir nemendur væru ekki í klæðnaði sem hæfði skólaumhverfinu.

„Kennarar eiga að ræða við einstaka nemendur ef þeim finnst að klæðnaður þeirra sé ekki við hæfi,” skrifar Ásgeir.

Segir hann óróleika hafa skapast í skólanum vegna málsins og málinu því komið í „lýðræðislegan umræðufarveg sem það er í núna,” skrifar hann og bætir við að málið verði rætt í skólaráði, í starfsmannahópum og með nemendum.

„Ég vil ítreka að engar reglur eru í skólanum um fatnað aðrar en þær sem koma fram á bls. 31 í handbók foreldra og nemenda þar sem segir að foreldrar þurfi að athuga að haga klæðnaði barna sinna eftir veðri því þau eigi að fara út í frímínútur. Hvorki skólastjóri né aðstoðarskólastjóri hafa gefið út reglur eða gefið fyrirmæli um klæðnað og að sjálfsögðu heldur ekki gefið út viðurlög við slíkum reglum.”

„Það ræður því enginn hvernig við lítum út“

Hóp­ur stelpna í tí­unda bekk Há­teigs­skóla mættu í magabolum í skólann sl. föstudag til þess að mótmæla tilmælum frá kennurum skólans um að klæðast ekki bolunum vinsælu.

„Við stelp­urn­ar bara ákváðum að mæta í maga­bol­um. Okk­ur finnst að þetta sé ekki eitt­hvað sem kenn­ar­ar geta skipt sér af því þetta eru bara föt. Það ræður eng­inn hvernig við lít­um út. En í dag mætt­um við all­ar í maga­bol­um og nokkr­ir strák­ar líka. Það er eig­in­lega bara allt ung­linga­stigið í maga­bol­um í dag,“ sagði Embla Mar­grét Særós­ar­dótt­ir, nem­andi í tí­unda bekk Há­teigs­skóla af því tilefni í samtali við mbl.is í síðustu viku.

Frétt mbl.is: „Þetta eru bara föt“

Frétt mbl.is: „Það hafa allir séð nafla áður“

Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri Háteigsskóla.
Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri Háteigsskóla. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert