Hanna Birna ætlar ekki í varaformannsframboð

Hanna Birna Kristjánsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hef­ur ákveðið að bjóða sig ekki fram til áfram­hald­andi setu sem vara­formaður á kom­andi lands­fundi flokks­ins. Þetta kem­ur fram í bréfi sem hún sendi stuðnings­mönn­um sín­um.

Seg­ist hún í bréf­inu vera þakk­lát fyr­ir þá hvatn­ingu sem hún hafi fengið frá fé­lög­um sín­um, meðal ann­ars að „kon­ur megi ekki enn og aft­ur hörfa þegar á móti blæs.“

Þrátt fyr­ir það seg­ist hún ekki ætla að bjóða sig fram og nefn­ir að hún vilji ekki leggja leka­málið aft­ur á sig, flokk­inn eða sitt fólk. „En ég hef líka sagt við mörg ykk­ar að eft­ir það sem á und­an er gengið, sæki ég ekki sjálf­vilj­ug í hörð póli­tísk átök í bráð.  Ég hefði með stolti og ánægju verið reiðubú­in að gegna áfram embætti vara­for­manns.  Ég hefði líka með stolti og ánægju tekið þátt í mál­efna­legri kosn­ingu og tekið hverri þeirri niður­stöðu sem á lands­fundi hefði orðið.   En þegar nú blas­ir við að eina ferðina enn á að stilla ákvörðunum er mig varða upp sem ein­hverju upp­gjöri við hið svo­kallaða leka­mál þá finn ég sterkt að ég hvorki get né vil leggja enn einn slag­inn um það mál á flokk­inn, mig eða mína,“ seg­ir Hanna Birna.

Í bréf­inu seg­ist Hanna Birna ít­reka hversu miður sér þyki hvernig leka­málið hafi farið. „Vildi óska að ég hefði vitað þá það sem ég veit nú - en end­ur­tek að ég reyndi í öllu því ferli að gera það sem ég á hverj­um tíma taldi rétt og satt,“ seg­ir hún.

Hanna Birna seg­ist hafa trúað því að fólkið í flokkn­um myndi meta hana af fleiri mæli­kvörðum en þeim mis­tök­um sem hafi orðið í mál­inu, en að hún „upp­lifi sterkt að það verður ekki gert á þess­um lands­fundi.

„Ég vil ekki að mín per­sóna hafi nokk­ur áhrif á þann vilja lands­fund­ar­full­trúa að ganga til slíkra kosn­inga nú, en mun hins veg­ar standa utan við það kjör að þessu sinni,“ seg­ir Hanna Birna og þakk­ar stuðnings­fólki sínu fyr­ir stuðning­inn.

Að lok­um seg­ist hún ekki ætla að hverfa al­veg af póli­tíska sviðinu. „ Ég er því, kæru fé­lag­ar og vin­ir, hvergi nærri hætt að leggja mig fram í bar­áttu fyr­ir enn betra Íslandi og hlakka til fram­halds­ins!“ seg­ir Hanna Birna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka