Hrærð og íhugar málið

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er auðvitað ljóst að maður þarf að íhuga þetta,“ seg­ir Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is spurð hvort hún hafi í hyggju að bjóða sig fram til vara­for­manns flokks­ins á lands­fundi hans 23.-25. októ­ber. 

Samþykkt var á al­menn­um fé­lags­fundi í Sjálf­stæðis­fé­lag­inu Kára í Rangárþingi eystra í gær áskor­un á Unni að gefa kost á sér í embætti vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins á lands­fund­in­um. Vísað er þar meðal ann­ars til mik­il­væg­is þess að for­ysta flokks­ins hefði breiða skír­skot­un til kjós­enda, bæði í dreif­býli og þétt­býli, en Unn­ur er þingmaður Suður­kjör­dæm­is.

„Mér þykir að sjálf­sögðu af­skap­lega vænt um þessa áskor­un og eig­in­lega bara hálf hrærð yfir henni,“ seg­ir Unn­ur.

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, er nú­ver­andi vara­formaður en hún til­kynnti í gær að hún ætlaði ekki að sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri. Einnig hef­ur verið skorað að und­an­förnu á Ólöfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráðherra að gefa kost á sér sem vara­formaður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka