Almennur félagsfundur í Sjálfstæðisfélaginu Kára í Rangárþingi eystra haldinn 1. október 2015, skorar á Unni Brá Konráðsdóttur alþingismann að gefa kost á sér í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla.
„Mikilvægt er að forysta Sjálfstæðisflokksins hafi breiða skírskotun til kjósenda, bæði í dreifbýli og þéttbýli. Fundurinn telur að Unnur Brá hafi sýnt það með verkum sínum á Alþingi og í nefndastörfum að hún búi yfir þeim kostum sem góður varaformaður þarf að hafa og að hún muni verða Sjálfstæðisflokknum öflugur og farsæll forystumaður.“