„Grey“ dæmt í fangelsi

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Skjáskot af Alþingi.is

Þegar refsiramminn er nýttur í botn gagnvart burðardýrum er ekkert svigrúm til hærri refsinga gagnvart eigendum efnanna og skipuleggjendum innflutnings þeirra.

Þetta segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, á Facebook-síðu sinni í dag vegna 11 ára fangelsisdóms Héraðsdóms Reykjaness yfir hollenskri konu, Mirjam Foekje van Twuijver, sem tók að sér að flytja mikið magn fíkniefna til landsins. Brynjar segir að jafnframt hafi „grey sem á langa geðsjúkdómasögu dæmt í 5 ára fangelsi fyrir að sækja pakka sem hann veit ekkert um.“ Vísar hann þar til íslensks karlmanns, Atla Freys Fjölnissonar, sem tók við efnunum hér á landi.

„Ég hef lengi velt því fyrir mér hvað fór úrskeiðis hjá íslenskum dómstólum við ákvörðun refsingar í fíkniefnamálum,“ segir Brynjar og bætir við síðar í færslunni: „Eða trúa menn enn að þungar refsingar séu réttu viðbrögðin við þeim heilbrigðisvanda sem neysla fíkniefna er?“

Fréttir mbl.is:

Vitnisburður Twuijver með ólíkindum

Hollenska móðirin í 11 ára fangelsi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka