Myndi hafa veruleg áhrif á starfsemi Háskóla Íslands

Aðalbygging Háskóla Íslands mun loka komi til verkfalls.
Aðalbygging Háskóla Íslands mun loka komi til verkfalls. Ómar Óskarsson

Verk­fall SFR, sem hefst í næstu viku ná­ist ekki að semja, myndi hafa veru­leg áhrif á starf­semi Há­skóla Íslands, einkum kennsl­una þar sem um­sjón­ar­menn hús­eigna há­skól­ans eru fé­lag­ar í SFR. Þetta kem­ur fram í tölvu­pósti sem nem­end­um við skól­ann barst frá Jóni Atla Bene­dikts­syni, rektor Há­skóla Íslands í dag. 

Í póst­in­um kem­ur fram að hefðbund­in kennsla geti ekki farið fram ef til verk­falls komi þar sem þá verði kennslu­stof­ur læst­ar. Þá verða hús há­skól­ans sem ekki hafa sjálf­virka ra­f­ræna opn­un ekki opnuð. Verk­fallið myndi þó ekki snerta Há­skóla­bíó sem verður opið.

Þær bygg­ing­ar sem yrðu lokaðar eru m.a. Aðal­bygg­ing­in, Læknag­arður, Árnag­arður og Eir­berg.

Ef ekki næst að semja hefst verk­fall SFR 15. októ­ber. SFR er í sam­floti við Sjúkra­liðafé­lag Íslands. Fé­lags­menn SFR sem starfa hjá Land­spít­al­an­um, Rík­is­skatt­stjóra, Toll­stjór­an­um og sýslu­mann­sembætt­un­um myndu fara í ótíma­bundið verk­fall. Aðrir fé­lags­menn fara í tíma­bundn­ar vinnu­stöðvan­ir og fara þær fram eins og hér seg­ir:

  • Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtu­dags­ins 15. októ­ber til miðnætt­is föstu­dag­inn 16. októ­ber 2015 (2 sól­ar­hring­ar).
  • Frá og með miðnætti aðfaranótt mánu­dags­ins 19. októ­ber til miðnætt­is þriðju­dag­inn 20. októ­ber 2015 (2 sól­ar­hring­ar).
  • Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtu­dags­ins 29. októ­ber til miðnætt­is föstu­dag­inn 30. októ­ber 2015 (2 sól­ar­hring­ar).
  • Frá og með miðnætti aðfaranótt mánu­dags­ins 2. nóv­em­ber til miðnætt­is þriðju­dag­inn 3. nóv­em­ber 2015 (2 sól­ar­hring­ar).
  • Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtu­dags­ins 12. nóv­em­ber til miðnætt­is föstu­dag­inn 13. nóv­em­ber 2015 (2 sól­ar­hring­ar)."

Til viðbót­ar get­ur svo komið til ótíma­bund­inn­ar vinnu­stöðvun­ar frá og með miðnætti 16. nóv­em­ber.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Íslands. mbl.is/​Krist­inn
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert