Illugi ekki í skuld við Orku Energy

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra.
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra. Kristinn Ingvarsson

Greiðslur sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk frá Orku Energy voru vegna starfa hans fyrir fyrirtækið á árinu 2011. Hvorki Illugi Gunnarsson né félög tengd honum, standa í skuld við Orku Energy.

Þetta kemur fram í stuttri fréttatilkynningu frá Arctic Green Energy (áður Orku Energy) vegna fjölmiðlaumfjöllunar um störf Illuga Gunnarssonar fyrir Orku Energy á árinu 2011. 

Í viðtali við Fréttablaðið í dag segir Illugi að Orku Energy-málið muni ör­ugg­lega ekki  bæta hans stöðu en hann hef­ur verið harðlega gagn­rýnd­ur fyr­ir að svara ekki spurn­ing­um fjöl­miðla varðandi tengsl sín við fyr­ir­tækið og stjórn­ar­formann þess, Hauk Harðar­son.

Það sem meðal ann­ars hef­ur verið rætt um er að Ill­ugi og eig­in­kona hans seldu Hauki íbúð sína og leigja hana síðan af Hauki. Þetta gerðu þau vegna mik­ill­ar skuld­setn­ing­ar. 

Frétt mbl.is: Bætir örugglega ekki stöðu mína segir Illugi

Í viðtali við Frétta­blaðið í dag seg­ir hann að Hauk­ur sé einn af sín­um nán­ustu vin­um. „Það er ekk­ert óeðli­legt að það sé spurt að þessu, en já, það er svo. Þess vegna var ég ekk­ert að selja Orku Energy íbúðina okk­ar hjóna. Ég seldi þess­um vini mín­um, hann keypti hana og ég af­henti í staðinn þessa eign. Síðan var gerður með okk­ur samn­ing­ur um húsa­leig­una. Sá samn­ing­ur nær til ára­móta núna. Og nú erum við hjón­in að leita okk­ur að nýrri íbúð til að kaupa. Og þið ætlið ekk­ert að kaupa gömlu íbúðina aft­ur? „Nei, þó að okk­ur langi um margt til þess. Okk­ur líður vel þarna og stelp­an okk­ar þekk­ir ekk­ert annað. En ég verð að segja al­veg eins og er að það er komið óbragð í munn­inn á manni með þetta mál allt sam­an, svo það hent­ar ágæt­lega að skipta um stað. Við erum ekki stór fjöl­skylda og þurf­um ekki mikið pláss,“ seg­ir í viðtali við Ill­uga í Frétta­blaðinu í dag.

Frétt mbl.is: Með kvittun fyrir veiðiferðinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert