Þegar komið var að lögreglustöðinni við Grensásveg í morgun var allt lokað vegna veikinda og fólki bent á stöðina við Hverfisgötu. Svipaða sögu er að segja af stöðinni í Grafarholti þar sem í það minnsta átta lögreglumenn höfðu tilkynnt veikindi.
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, neitar skipulagningu á veikindunum og segir að ekki sé hægt að svara fyrir gjörðir einstakra félagsmanna.
mbl.is kom við á lögreglustöðvunum í morgun og ræddi við Snorra á samstöðufundi starfsmanna SFR við stjórnarráðið í morgun.