Virðið jókst um 720 milljónir á 7 vikum

Höfuðstöðvar Símans.
Höfuðstöðvar Símans. mbl.is/Árni Sæberg

Fjárfestahópur sem settur var saman af forstjóra Símans, ásamt ótilgreindum hópi vildarviðskiptavina Arion banka, hefur á síðustu sjö vikum fengið að kaupa um 10% hlut í Símanum sem bankinn átti.

Salan á hlutabréfunum átti sér stað á sjö vikna tímabili í aðdraganda almenns útboðs á bréfum í fyrirtækinu og var verðmiðinn í fyrrnefndum viðskiptum tugum prósenta lægri en verðlagningin í útboðinu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta  Morgunblaðinu í dag.

Þannig hefur hluturinn sem fjárfestahópurinn og vildarviðskiptavinirnir keyptu ávaxtast um rúmar 720 milljónir króna á þeim sjö vikum sem liðnar eru frá því að bankinn hóf að selja hlut sinn í Símanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert