Leðurblökur fundust á Siglufirði

Leðurblökur á Siglufirði. Leðurbökurnar tvær eru fremur litlar.
Leðurblökur á Siglufirði. Leðurbökurnar tvær eru fremur litlar. mbl.is/Sigurður Ægisson

Þrír laumufarþegar tóku sér far með dönsku skipi sem kom frá Belgíu til Siglufjarðar síðdegis á fimmtudaginn var. Um var að ræða litlar leðurblökur sem höfðu falið sig í farmi skipsins.

Verkamenn sem unnu við uppskipunina sáu dýrin. Eitt þeirra og það minnsta forðaði sér frá borði og flaug eitthvað út í buskann. Hin tvö voru gómuð og sett í kassa.

Séra Sigurður Ægisson, sóknarprestur, þjóðfræðingur og áhugamaður um náttúrufræði, tók leðurblökurnar í sína vörslu. Hann fór með þær á skrifstofu sína og tók af þeim meðfylgjandi myndir. Leðurblökurnar höfðu hægt um sig og leyfðu prestinum að mynda sig með íslenskum tíkalli. Þegar hann sneri við þeim bakinu tóku þær hins vegar flugið, að því er fram kemur í umfjöllun um gestakomu þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert