Engin hjartalínurit verða tekin á Landspítalanum á Hringbraut eða í Fossvogi í dag vegna verkfalls sjúkraliða. Sótt var um undanþágu af hálfu sjúkrahússins vegna málsins en ekkert svar hafði borist við þeirra beiðni. Þetta kemur fram í frétt á vef sjúkrahússins í dag.
Í neyðartilvikum verður því að taka hjartalínurit samkvæmt því verklagi sem viðhaft á er deildum á kvöldin og um helgar. Frekari upplýsingar verða veittar eftir að svar hefur borist við undanþágubeiðni, segir þar jafnframt.