Framlengja ekki farbannið

Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna farbann í lok ágúst.
Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna farbann í lok ágúst. Ljósmynd/Pressphoto
Far­bann yfir hæl­is­leit­anda sem grunaður er um að hafa smitað kon­ur af HIV verður ekki fram­lengt. Þetta kem­ur fram í svari ákæru­sviðs lög­reglu við fyr­ir­spurn frétta­stöðu RÚV um stöðu mál­ins.
Maður­inn var sett­ur í gæslu­v­arðhald þann 23. júlí síðastliðinn en hann kvaðst ekki hafa vitað af því að hann væri smitaður. Sam­kvæmt frétt sem birt­ist í Morg­un­blaðinu þann 24. júlí sl. hafa tvær kon­ur greinst með HIV og á ann­an tug kvenna farið í grein­ingu. Maður­inn var úr­sk­urðaður í fjög­urra vikna far­bann í lok ág­úst.
Sam­kvæmt RÚV kem­ur ekki fram í svari lög­regl­unn­ar hvort rann­sókn máls­ins sé lokið.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert