Farbann yfir hælisleitanda sem grunaður er um að hafa smitað konur af HIV verður ekki framlengt. Þetta kemur fram í svari ákærusviðs lögreglu við
fyrirspurn fréttastöðu RÚV um stöðu málins.
Maðurinn var settur í gæsluvarðhald þann 23. júlí síðastliðinn en hann kvaðst ekki hafa vitað af því að hann væri smitaður. Samkvæmt frétt sem birtist í Morgunblaðinu þann 24. júlí sl. hafa tvær konur greinst með HIV og á annan tug kvenna farið í greiningu. Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna farbann í lok ágúst.
Samkvæmt RÚV kemur ekki fram í svari lögreglunnar hvort rannsókn málsins sé lokið.