Jólageitin risin

Geitin er engin smásmíði.
Geitin er engin smásmíði. Ljósmynd/ IKEA

Það er kannski ekki mjög jólalegt um að lítast þessa dagana en engu að síður styttist í jólamánuðinn, hvort sem manni líkar það betur eða verr.

Mörgum þykir verslanir oft full fljótar á sér í jólaundirbúningi en jólageit IKEA blæs víst á slíkar klausur því eins og segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur hún með jólin í Kauptúnið rétt eins og lóan boðar komu vorsins. Geitin er rúmlega sex metra há og er skreytt þúsundum ljósa sem lýsa upp skammdegið og gleðja augað.

Í tilkynningu IKEA segir að jólin byrji einmitt snemma í IKEA svo hægt sé að taka því rólega með fjölsyldu og vinum í jólamánuðinum og njóta slíkra stunda til fulls. IKEA sé nú komið í jólabúning, bæði innan- og utandyra, og jólageitin skipi þar heiðurssess sem sérlegur útsendari sænskra jóla.

„Geitur eins og sú sem heimsækir Kauptúnið eru afar vinsælar í Svíþjóð í aðdraganda jólanna og má finna þær þar í öllum stærðum og gerðum. Sú frægasta er geitin í Gävle sem hlýtur oft þau örlög að verða brennuvörgum að bráð. Kauptúnsgeitin hefur áður hlotið sömu örlög, og eins verið slegin tímabundið niður af veðrinu, en alltaf risið stolt á ný. Sjón er sögu ríkari!“

Geitin hatar ekki að láta fara svolítið fyrir sér.
Geitin hatar ekki að láta fara svolítið fyrir sér.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert