Getur fólk verið ólöglegt?

Fjölskylda á strönd Lesbos, stuttu eftir komuna yfir hafið frá …
Fjölskylda á strönd Lesbos, stuttu eftir komuna yfir hafið frá Tyrklandi. AFP

Vigd­is Vevstad, einn helsti sér­fræðing­ur Nor­egs í flótta­manna­rétti seg­ir glæpa­væðingu flótta­fólks al­var­legt vanda­mál. Lok­un landa­mæra neyði fólk á flótta til að brjóta gegn lög­um til að bjarga sér og að oft­ar en ekki lendi það í hönd­um smygl­ara.

Nokkr­ir fremstu sér­fræðing­ar Norður­land­anna í flótta­manna­rétti komu sam­an á fundi í Há­skóla Íslands í síðustu viku. Var meðal ann­ars rætt um orðræðu víða í álf­unni um „ólög­lega inn­flytj­end­ur“ og ótta við hugs­an­lega hryðju­verka­menn. Þá voru einnig rætt hvernig aðgerðir á við ný lög og gadda­vírs­girðingu á landa­mær­um Ung­verja­lands neyði í raun stríðshrjáða ein­stak­linga til að fremja „glæpi“ til að lifa af.

„Ég held að hluti af vand­an­um sé sú staðreynd að lög­leg­ar leiðir  fyr­ir flótta­fólk inn í Evr­ópu eru mjög fá­tæk­leg­ar,“ seg­ir Vigd­is. „Það að fækka lög­leg­um leiðum yfir landa­mær­in þýðir að flótta­fólkið reyn­ir að finna aðrar leiðir inn t.d. til að kom­ast hjá því að vera skráðir. Það er vanda­mál því þar með hef­ur fólkið farið ólög­lega inn í landið og er glæpa­vætt.“

Vigd­is er lög­fræðing­ur og hef­ur unnið með mál­efn­um flótta­manna og inn­flytj­enda í yfir 30 ár. Hún er ráðgjafi við mann­rétt­inda­stofn­un Ósló­ar­há­skóla og vinn­ur jafn­framt að rann­sókn­um við fé­lags­mála­stofn­un borg­ar­inn­ar.

Þegar blaðamaður mbl.is spyr hvort það sé ekki óvenju mikið að gera hjá henni jánk­ar hún og seg­ir nokkuð langt síðan Evr­ópa hafi þurft að horf­ast í augu við flótta­mannakrísu.

„Ég hafna því þó að þetta sé krísa fyr­ir Evr­ópu, þetta er krísa fyr­ir fólkið sem þarf að flýja. Evr­ópa hef­ur bæði get­una, verk­fær­in og stofn­an­irn­ar sem til þarf til að tak­ast á við ástandið en eins og við vit­um hef­ur Evr­ópa, Ísland og Nor­eg­ur, verið sein að bregðast við.“

Vigd­is árétt­ar að þó svo að vandi flótta­manna geti virst fjar­læg­ur Íslend­ing­um og Norðmönn­um séu þjóðirn­ar í Schengen sem fel­ur í sér sam­starf um sam­eig­in­leg ytri landa­mæri. Þannig standi flótta­fólkið í raun á landa­mær­um okk­ar þegar það neyðist til að brjóta þessi lög og leggja sig jafn­vel í lífs­hættu.

„Fólk deyr,“ seg­ir Vigd­is. „Mörg þúsund manns hafa þegar dáið á þessu ári og við vit­um að þetta hef­ur áhrif. Ég held að áskor­un­in fyr­ir Evr­ópu sé í raun sú að fá öll lönd til að skilja að það þarf að opna lög­leg­ar leiðir og mögu­leika.“

Órök­rétt nýt­ing á Dyfl­inn­ar­reglu­gerðinni

Vigd­is seg­ir að annað sem glæpa­væði flótta­fólk séu regl­ur Schengen svæðis­ins um viður­lög við flutn­ingi fólks án papp­íra. Það þýði t.d. að reyni flóttamaður að yf­ir­gefa heima­land sitt eða viðkomu­land án til­skyldra skjala með flugi verði flug­fé­lagið sektað. Það, sem og strang­ar regl­ur um vega­bréf og vega­bréfa­árit­an­ir, valdi því að fólk leit­ar annarra og hættu­legri leiða.

„Ef þú ert flóttamaður og kem­ur frá stríðshrjáðu landi er mjög lík­legt að Schengen lönd taki upp nýj­ar vega­bréfa ráðstaf­an­ir ef þau hafa ekki gert það nú þegar. Það set­ur fólk í hend­ur smygl­ara. Við erum að skapa aðstæður fyr­ir glæpa­væðing­una sem við vilj­um forðast. Þess vegna þurf­um við að skapa lög­leg­ar leiðir.“

Vigd­is nefn­ir mannúðar­árit­an­ir (e. humanit­ari­an visas) sem eina slíka leið. Mót­taka kvóta­flótta­fólks á veg­um Sam­einuðu þjóðanna sé önn­ur leið og að eins væri hægt að opna mögu­leika á tíma­bund­inni vernd svo hægt sé að aðstoða fleira fólk hraðar.

Vigd­is seg­ir mót­sagna­kennt að á sama tíma og samþykkt hafi verið að deila 160 þúsund kvóta­flótta­mönn­um niður á ríki Evr­ópu­sam­bands­ins séu lönd enn að synja flótta­fólki um hæli. Einn hluti Dyfl­inn­ar­reglu­gerðar­inn­ar taki vissu­lega til þess að fyrstu viðkomu­lönd­um flótta­fólks inn­an Schengen beri skylda til að taka fyr­ir hæl­is­um­sókn­ir þess en að það þýði ekki að önn­ur ríki geti ekki ákveðið að taka á móti fólk­inu.

„Í til­fell­um þar sem það væri skaðlegt að senda fólk til baka get­ur hvert land fyr­ir sig ákveðið hvort það vilji nota full­veld­isákvæðið eða mannúðar­á­kvæðið til að gera und­an­tekn­ingu frá þess­ari reglu,“ seg­ir hún. Hún seg­ir þau ákvæði eiga vel við núna þegar ljóst er að þörf er á að flytja fólk frá fyrstu viðkomu­lönd­um sunn­ar í álf­unni s.s. Grikk­land og Ítal­íu til annarra Evr­ópu­ríkja.

„Ef við segj­um „Já, það má flytja það til annarra ESB ríkja“ virðist það held­ur und­ar­legt að nýta sér Dyfl­inn­ar­reglu­gerðina til að senda fólk frá norðri aft­ur til suðurs. Þá erum við með flug­vél­ar full­ar af flótta­fólki að fara í báðar átt­ir og það er ekki mjög skyn­sam­legt. Því held ég að út­frá sjón­ar­miðum um sam­stöðu og sam­eig­in­lega ábyrgð sé nauðsyn­legt að íhuga hvernig verið er að nota Dyfl­inn­ar­reglu­gerðina.“

Vigdis Vevstad hefur tileinkað mestallri starfsævi sinni málefnum flóttafólks.
Vigd­is Vevstad hef­ur til­einkað mest­allri starfsævi sinni mál­efn­um flótta­fólks.
Þúsundir flóttamanna á öllum aldri hafa látist á flótta það …
Þúsund­ir flótta­manna á öll­um aldri hafa lát­ist á flótta það sem af er ár­inu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka