MR lokað vegna skorts á þrifum

Kennsla fellur niður í nokkrum skólum vegna verkfalls félagsmanna í …
Kennsla fellur niður í nokkrum skólum vegna verkfalls félagsmanna í SFR. mbl.is/Styrmir Kári

Kennsla fellur niður í Menntaskólanum í Reykjavík í dag vegna verkfalls ræstingafólks.

Yngvi Pétursson rektor segir að þrif á salernum séu flöskuhálsinn. Hann mun fá fulltrúa heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til að skoða húsakynnin í dag og veita ráðgjöf um framhaldið.

Kennsla hefur fallið niður í eigin byggingum Menntaskólans á Akureyri og Háskóla Íslands frá því á fimmtudag vegna verkfalls húsvarða. Þeir opna, að því er fram kemur í umfjöllun um áhrif verkfalls félagsmanna SFR og Sjúkraliðafélags Íslands í Morgunblaðinu í dag.

Annað tveggja sólarhringa verkfall félagsmanna SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hófst í nótt. Í dag og á morgun eru því vel á fjórða þúsund starfsmenn ríkisins í verkfalli. Verkföllin hafa víðtæk áhrif á þjónustu ríkisstofnana.

Samningarnir þokast áfram, að mati Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu. Samninganefndir SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna funduðu með samninganefnd ríkisins í gær og fyrradag. Í gær lauk viðræðunum rétt fyrir kvöldmat og var ákveðið að funda að nýju hjá Ríkissáttasemjara klukkan 13.15 í dag.

„Það var ágætur taktur í þessu, fannst mér. Samt er mikið eftir,“ sagði Árni Stefán að fundi loknum. Á fundinum gengu skjöl á milli samningsaðila þar sem mismunandi útfærslur voru til umfjöllunar. Ekki eru gefnar upplýsingar um inntak viðræðnanna. Það er gert að beiðni ríkissáttasemjara.

Árni Stefán sagði að enn væri ekki komin heildarmynd á samningana eða hverju þeir skiluðu félagsmönnum stéttarfélaganna.

Erfitt að breyta áformum

Spurður hvort samningarnir gengju það vel að stéttarfélögin hefðu íhugað að fella niður tveggja sólarhringa verkfallið sem hófst í nótt sagði Árni Stefán að það væri tæknilega óframkvæmanlegt. Lögin um kjarasamninga opinberra starfsmanna gerðu það ómögulegt að breyta áformum á miðri leið og erfitt að fresta aðgerðum fyrr en búið væri að semja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert