Rannsóknin enn á borði lögreglu

Lögreglustöðin Hverfisgötu
Lögreglustöðin Hverfisgötu mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Rann­sókn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu á tveim­ur fjár­kúg­un­ar­mál­um er nú á loka­stigi, en annað málið bein­ist að for­sæt­is­ráðherra. Málið hef­ur verið í rann­sókn í tæpa fimm mánuði.

Að sögn Al­dís­ar Hilm­ars­dótt­ur, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, er rannsókn málsins að klárast. Hún segist vona að henni ljúki á næstu dögum en getur ekki sagt til um hvort það verði í þessari viku. Eins og fyrr segir er málið búið að vera í rannsókn síðan í lok maí en þá voru syst­urn­ar Hlín Ein­ars­dótt­ir og Malín Brand hand­tekn­ar grunaðar um að hafa reynt að kúga fé af Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni for­sæt­is­ráðherra.  Hann fékk bréf sent heim til sín þar sem pen­inga var kraf­ist í skipt­um fyr­ir þag­mælsku.

Nokkr­um dög­um síðar voru syst­urn­ar kærðar fyr­ir aðra fjár­kúg­un. Karl­maður kærði þær fyr­ir að hafa haft af sér 700 þúsund krón­ur. Syst­urn­ar sögðu þá pen­inga vera miska­bæt­ur vegna nauðgun­ar en maður­inn á að hafa nauðgað Hlín. Eft­ir að maður­inn kærði fjár­kúg­un­ina kærði Hlín hann fyr­ir nauðgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert