Sala Arion banka á hlut í Símanum til fárra útvaldra manna, meðal annars stjórnanda Símans, er klúður. Þar fengu fáir útvaldir að búa að sérkjörum og fyrir slíku er engin þolinmæði í íslensku samfélagi. Þetta er haft eftir Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, í frétt á Rúv.
Bjarni bendir á að fyrir hönd ríkisins hafi Bankasýsla ríkisins aðkomu að málinu, en ekki hann eða aðrir ráðherrar. Hann hafi þó ákveðna skoðun á málinu og segir að einn af lærdómur hrunáranna hafi verið að gæta jafnræðis og gagnsæis í svona málum. Segist hann lýsa furðu á því að fundinn hafi verið kaupendahópur að svona stórum hlut þegar svo munar yfir 30% eftir að bréf fyrirtækisins fara á markað stuttu seinna.