Skaut í átt að lögreglu

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Einn var handtekinn í Keflavík fyrir um klukkustund, grunaður um að hafa átt aðild að ráninu í Hafnarfirði í dag. Viðkomandi var vopnaður loftbyssu og skaut í átt að lögreglu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Lögreglan á Suðurnesjum, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra komu að aðgerðum. Grunaði hefur verið fluttur til Reykjavíkur.

Frétt mbl.is: Lögregla leitar ræningja

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert