Forgangsraða í þágu hinna ríku

Formaður Vinstri grænna á fundinum.
Formaður Vinstri grænna á fundinum. mbl.is/Guðmundur Karl

„Þrátt fyr­ir að bæði fyrri rík­is­stjórn og sú sem nú sit­ur hafi gert sitt til að stuðla hér að efna­hags­leg­um bata þá hef­ur nú­ver­andi rík­is­stjórn í flest­um sín­um gerðum for­gangsraðað í þágu hinna ríku,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, í ræðu sinni á lands­fundi hreyf­ing­ar­inn­ar.

Lands­fund­ur Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs fer fram á Sel­fossi um helg­ina og hófst hann laust eft­ir klukk­an 16 í dag. 

Katrín sagði rík­is­stjórn­ina for­gangsraða í þágu hinna ríku með því að af­nema auðlegðarskatt, af­nema orku­skatt, lækka skatta á „alla nema hina tekju­lægstu.“

„Svo taka forkólf­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar upp orðal­eppa Re­públíkana­flokks­ins banda­ríska um að hinir tekju­lágu borgi nú bara alls eng­an skatt því að þeirra skatt­tekj­ur renni all­ar í út­svar sveit­ar­fé­lag­anna. Það gerði rík­is­stjórn­in með því að lækka veiðigjöld­in á stór­út­gerðina sem síðan hef­ur notað hvert tæki­færi til að borga eig­end­um sín­um ríku­leg­an arð, arðinn af auðlind­inni sem fólkið í land­inu á,“ sagði formaður­inn í ræðu sinni.

Þá sagði hún rík­is­stjórn­ina með mark­viss­um hætti veikja all­ar tekj­ur rík­is­ins og skera frem­ur niður hjá hinu op­in­bera „til að skerða al­mannaþjón­ustu.“ 

Katrín hélt áfram að skjóta föst­um skot­um að rík­is­stjórn­inni og sagði þann efna­hags­bata, sem rík­is­stjórn­inni væri svo tíðrætt um, ekki skila sér með rétt­lát­um hætti til allra.

„Með mark­viss­um aðgerðum má tryggja að vöxt­ur­inn nýt­ist fyrst og fremst hinum ríku og svo má af­saka sig með brauðmola­kenn­ing­unni um að vel­gengn­in muni líka skila sér til hinna fá­tæku á end­an­um – hvenær sem hann nú kem­ur. En þessi brauðmola­kenn­ing er í önd­un­ar­vél. Raun­ar er þegar búið að úr­sk­urða hana látna af OECD og fleiri íhalds­stofn­un­um á sviði efna­hags­mála, en rík­is­stjórn Íslands tók á móti henni, lík­lega eina póli­tíska flótta­mann­in­um, sem hún vill hleypa inn í landið, og not­fær­ir sér hana til að rök­styðja stefnu sína – sem bygg­ist fyrst og fremst á trú­ar­setn­ingu en minna á skyn­semi eða reynslu.“

Fyrri frétt mbl.is:

„Við erum af­lögu­fær þjóð“

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á landsfundi í dag.
Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, á lands­fundi í dag. mbl.is/​KHJ
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert