Hafa ekki fundið hinn ræningjann

Gullsmiðjan er við Lækjargötu í Hafnarfirði.
Gullsmiðjan er við Lækjargötu í Hafnarfirði. Gísli Sigurðsson

Hinn maðurinn sem grunaður er um rán í Gullsmiðjunni í Lækjargötu í Hafnarfirði síðdegis í gær er ófundinn. Annar þeirra var handtekinn í Keflavík í gærkvöldi en hann var vopnaður loftbyssu og skaut í átt að lögreglu. 

Ræningjarnir voru grímuklæddir, ógnuðu starfsmanni með bareflum og brutu upp hirslur. Höfðu þeir á brott með sér um­tals­verð verðmæti. Ræn­ingjarn­ir óku á brott á hvít­um jepp­lingi, sem er tal­inn vera stol­inn og á röng­um skrán­ing­ar­núm­er­um. Starfs­mann­inn sakaði ekki, en hon­um var mjög brugðið.

Þeir sem geta gefið upp­lýs­ing­ar um manninn og bíl­inn eru beðnir að hafa sam­band við lög­regl­una á höfuðborg­ar­svæðinu í síma 112, en upp­lýs­ing­um má einnig koma á fram­færi í einka­skila­boðum á Face­book-síðu lög­regl­unn­ar.

Frétt mbl.is: Skaut í átt að lögreglu

Frétt mbl.is: Lögregla leitar ræningja

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert