Munu gegna „sögulegu hlutverki“

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, á landsfundinum í …
Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, á landsfundinum í dag. mbl.is/Guðmundur Karl

„Ég held að Vinstri­hreyf­ing­in - grænt fram­boð muni þurfa að leika sögu­legt hlut­verk á nýj­an leik þegar umbreyt­ing­ar verða í stjórn­mál­un­um,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, þingmaður og fyrr­ver­andi formaður Vinstri grænna, í sam­tali við mbl.is, en lands­fund­ur Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs fer nú fram á Sel­fossi.

Fylgi Vinstri grænna mæl­ist nú, sam­kvæmt nýj­ustu könn­un MMR, 11,8% borið sam­an við 8,3% í síðustu könn­un. Stein­grím­ur seg­ir flokk­inn hafa haldið vel sjó að und­an­förnu og í „nokkuð góðum fær­um til þess að fara að sækja í sig veðrið.“

„Við erum með vin­sæl­asta og glæsi­leg­asta formann ís­lenskra stjórn­mála í dag - það sýna all­ar mæl­ing­ar og erum við vel meðvituð um það sjálf,“ seg­ir Stein­grím­ur og bæt­ir við að nú séu uppi ýmis merki þess að al­menn­ing­ur í land­inu vilji sjá breyt­ing­ar er kem­ur að stjórn­mál­um á Íslandi. Fólk vilji nú, að sögn Stein­gríms, sjá aukn­ar áhersl­ur á jöfnuð í anda fé­lags­hyggju.

„Það kraum­ar und­ir í þess­um kjaraviðræðum og maður skynj­ar það á and­rúms­loft­inu í sam­fé­lag­inu að það er þung sam­fé­lags­leg undir­alda,“ seg­ir Stein­grím­ur.

Spurður hvort hann telji flokk sinn eiga góða sam­leið með Pír­öt­um, sem nú mæl­ast með 34,7% fylgi, kveður Stein­grím­ur já við.

„Það er ým­is­legt keim­líkt í þeirra áhersl­um og okk­ar. Við höf­um yf­ir­leitt haft tals­vert góðan stuðning meðal ungs fólks og höf­um enn - öf­ugt við suma aðra flokka sem sam­kvæmt mæl­ing­um byggja stuðning sinn fyrst og fremst á eldri kyn­slóðum. Við höf­um hins veg­ar verið nokkuð jafn dreifð,“ seg­ir Stein­grím­ur og bæt­ir við að vinstri væng­ur stjórn­mála á Íslandi þurfi hins veg­ar að ná bet­ur vopn­um sín­um.

„Jarðveg­ur­inn er frjór núna, eins og við sjá­um, og stjórn­ar­flokk­arn­ir hafa verið ótrú­lega lagn­ir við að reita af sér stuðning. Og eru komn­ir jafn neðarlega - eða jafn­vel enn neðar en rík­is­stjórn okk­ar Jó­hönnu nokk­urn tím­ann fór,“ seg­ir hann.

Fyrri frétt mbl.is:

Fer ekki gegn vara­for­mann­in­um

For­gangsraða í þágu hinna ríku

„Við erum af­lögu­fær þjóð“

Fundað er á Selfossi yfir helgina.
Fundað er á Sel­fossi yfir helg­ina. mbl.is/​Guðmund­ur Karl
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert