Trollhättan vinabær Reykjanesbæjar

Blóm, kerti og tuskudýr hafa verið skilin eftir fyrir utan …
Blóm, kerti og tuskudýr hafa verið skilin eftir fyrir utan grunnskólann í Trollhättan til minningar um fórnarlömb árásinnar sem gerð var þar í gærmorgun. AFP

Borgin Trollhättan í Vestur-Svíþjóð þar sem árás var gerð í grunnskóla í gærmorgun er vinabær Reykjanesbæjar. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa sent borgarstjórn og íbúum bæjarins samúðarkveðjur vegna hörmungaratburðanna.

Tveir liggja í valnum eftir árásina í gær, einn nemandi og einn kennari, og tveir aðrir liggja alvarlega slasaðir á sjúkrahúsi. Í tilkynningu sem birtist á vefsíðu Reykjanesbæjar í dag segir að starfsmenn og íbúar þar séu harmi slegnir yfir þessum atburði og hugur þeirra sé hjá vinum þeirra í Svíþjóð.

Bæjaryfirvöld hafi sent borgastjórn Trollhättan og íbúum innilegar samúðarkveðjur vegna atburðanna.

Tilkynning á vef Reykjanesbæjar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert