Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Ránið var framið í Gullsmiðjunni í Lækjargötu í Hafnarfirði.
Ránið var framið í Gullsmiðjunni í Lækjargötu í Hafnarfirði. Skjáskot af ja.is

Maðurinn sem handtekinn var í Keflavík í gær, grunaður um aðild að ráninu í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði, hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Annar maður var handtekinn í dag í tengslum við rannsókn málsins, í heimahúsi í Reykjavík. Yfirheyrslur yfir honum hefjast fljótlega, að sögn Bjarna Ólafs Magnússonar lögreglufulltrúa.

Þýfið úr ráninu er enn ófundið en um er að ræða töluverð verðmæti. Mbl.is sagði frá því fyrr í dag að framundan væru húsleitir og mikil tæknivinna. Þá ynni lögregla að því að kortleggja leiðina sem ræningjarnir fóru, þ.e. frá því að ránið var framið þar til flóttabifreiðin fannst á afleggjara á leið til Grindavíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert