Áslaug Arna býður sig fram til ritara

Áslaug Arna á landsfundi.
Áslaug Arna á landsfundi. Mynd af Twitter-síðu ungra sjálfstæðismanna.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrum formaður Heimdallar, bauð sig fram til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins á elleftu stundu í dag. Hún og sitjandi ritari flokksins, alþingismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson, eru því tvö í framboði.

Áslaug sagði að ungliðum innan flokksins væri alvara með að láta hlusta á sig. „Það gerist ekki nema við gefum kost á okkur,“ sagði hún.

„Við, ungt fólk í Sjálfstæðisflokknum, höfum fulla trúa á að flokkurinn geti svarað kalli tímans,“ sagði hún og bætti við að ungir sjálfstæðismenn vildu minna íhald og meira frelsi.

Hún sagði að ekki yrði litið framhjá því að nú séu við stjórnvöllinn þrír þingmenn á ofanverðum fimmtugsaldri og bætti við að styrkur væri fólginn í breiðu aldursbili.

„Hvað segir meira að ungt fólk sé velkomið en að bjóða það velkomið í forystu flokksins?“ sagði Áslaug og vísaði til þess að flokkurinn þyrfti að sýna traust í verki.

Nýr ritari flokksins verður kosinn á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert