Björn Valur áfram varaformaður

Björn Valur Gíslason, varaformaður VG.
Björn Valur Gíslason, varaformaður VG.

Björn Valur Gíslason var kjörinn varaformaður Vinstri grænna á Landsfundi flokksins rétt í þessu. Björn Valur hefur gegnt starfi varaformanns frá síðasta landsfund og var lengi einn í framboði til embættisins en í gær bauð Sóley Björk Stefánsdóttir sig fram gegn honum eftir að ljóst var að Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður hreyfingarinnar myndi ekki bjóða sig fram þrátt fyrir mikinn þrýsting.

Greidd atkvæði voru 156 og hlaut Björn Valur 93 atkvæði og Sóley Björk 50. 12 seðlar voru auðir og 1 ógildur.

Í ræðu sinni eftir að úrslit voru ljós þakkaði Björn Valur kærlega fyrir stuðninginn til áframhaldandi starfa í embætti varaformanns.

„Ég kýs einnig að túlka aðdraganda þessa kjörs sem ábendingu um að ég geti gert betur,“ sagði Björn og sagðist taka undir þau sjónarmið. „Ég heiti því að ég mun leggja mig allan fram um það,“ hélt hann áfram.

„Mikilvægast er þó að við göngum út af þessum fundi undir traustri forystu og Katrínar Jakobsdóttur og þeirrar stjórnar sem þið kjósið hér í dag, að við stundum heil að baki þeirri niðurstöðu sem hér mun verða.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka