Björn Valur áfram varaformaður

Björn Valur Gíslason, varaformaður VG.
Björn Valur Gíslason, varaformaður VG.

Björn Val­ur Gísla­son var kjör­inn vara­formaður Vinstri grænna á Lands­fundi flokks­ins rétt í þessu. Björn Val­ur hef­ur gegnt starfi vara­for­manns frá síðasta lands­fund og var lengi einn í fram­boði til embætt­is­ins en í gær bauð Sól­ey Björk Stef­áns­dótt­ir sig fram gegn hon­um eft­ir að ljóst var að Daní­el Hauk­ur Arn­ars­son, starfsmaður hreyf­ing­ar­inn­ar myndi ekki bjóða sig fram þrátt fyr­ir mik­inn þrýst­ing.

Greidd at­kvæði voru 156 og hlaut Björn Val­ur 93 at­kvæði og Sól­ey Björk 50. 12 seðlar voru auðir og 1 ógild­ur.

Í ræðu sinni eft­ir að úr­slit voru ljós þakkaði Björn Val­ur kær­lega fyr­ir stuðning­inn til áfram­hald­andi starfa í embætti vara­for­manns.

„Ég kýs einnig að túlka aðdrag­anda þessa kjörs sem ábend­ingu um að ég geti gert bet­ur,“ sagði Björn og sagðist taka und­ir þau sjón­ar­mið. „Ég heiti því að ég mun leggja mig all­an fram um það,“ hélt hann áfram.

„Mik­il­væg­ast er þó að við göng­um út af þess­um fundi und­ir traustri for­ystu og Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur og þeirr­ar stjórn­ar sem þið kjósið hér í dag, að við stund­um heil að baki þeirri niður­stöðu sem hér mun verða.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert