Kosið í nýja stjórn VG

Frá landsfundi VG.
Frá landsfundi VG. Sunnlenska/Guðmundur Karl

Ný stjórn Vinstri Grænna er nú fullskipuð. Eins og greint var frá fyrr í dag var Katrín Jakobsdóttir sjálfkjörinn formaður hreyfingarinnar og Björn Valur Gíslason hafði betur í kosningu um varaformannssætið gegn Sóleyju Björg Stefánsdóttur. 

Elín Oddný Sigurðardóttir var sjálfkjörin í embætti ritara og Una Hildardóttir hafði betur gegn Ólafi Þór Gunnarssyni í kjöri um embætti gjaldkera.

Þá voru kjörnir sjö meðstjórnendur: Edward H. Huijbens, Björg Eva Erlendsdóttir, Daníel Arnarsson, Rósa Björk, Bjarkey Olsen, Ingibjörg Þórðardóttir og Álfheiður Ingadóttir. 

Frá landsfundi VG.
Frá landsfundi VG. Sunnlenska/Guðmundur Karl
Frá Landsfundi VG.
Frá Landsfundi VG. Sunnlenska/Guðmundur Karl
Katrín Jakobsdóttir var sjálfkjörinn formaður.
Katrín Jakobsdóttir var sjálfkjörinn formaður. mbl.is/Styrmir Kári
Björn Valur Gíslason, varaformaður VG.
Björn Valur Gíslason, varaformaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka