Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti með atkvæðagreiðslu breytingar á drögum að ályktun fjárlaganefndar flokksins er kveður nú m.a. á um að selja eigi rekstur flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Ríkisútvarpið.
Ályktunin sagði áður: „Sjálfstæðisflokkurinn hvetur til að hugað verði að sölu ríkiseigna s.s. ákveðnum eignarhlut ríkisins í Landsbankanum. Ráðast þarf í úttekt á hagkvæmni húsnæðis ríkisstofnana og ríkið selji í framhaldinu allar þær eignir sem ekki eru nauðsynlegar.“
Eftir breytingu hljóðar tillagan svo: „Sjálfstæðisflokkurinn telur að selja eigi ákveðnar ríkiseignir, svo sem eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, rekstur flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og annan verslunarrekstur Isavia, sem og RÚV, ásamt hluta af rekstri Landsvirkjunar, þ.e. einstakar virkjanir.“
Á morgun verða umræður um tillögur allra málefnanefnda og ályktanir verða afgreiddar.