Ólöf ein lýst yfir framboði

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal, innanríkisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Ólöf Nordal hefur ein lýst yfur framboði til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins. Ólöf uppskar mikil fagnaðarlæti eftir framboðsræðu sína þar sem hún sagðist ekki hafa átt von á því að vera aftur í þessum sporum.

Ólöf gegndi embættinu á ár­un­um 2010 til 2013 en Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir tók þá við því. 

Hún hrósaði Hönnu Birnu fyrir sitt framlag og sagðist vonast til þess að hún myndi halda áfram að helga sig stjórnmálum og sínum hugsjónum. Þá sagðist hún vilja leggja sitt af mörkum og bætti við að á síðustu árum hefði margt gert hana betur í stakk búna til þess að takast á við komandi verkefni

Ólöf sagði mikið hafa unnist á síðustu árum en ræddi um að blikur væru á lofti í stjórnmálum þar sem kjósendur væru á iði og að kalla eftir hugmyndum um betri framtíð. Hún sagði mikilvægt að huga að því að færa stefnu flokksins í orð og fá kjósendur til þess að treysta henni.

Hún sagði stjórnmálaflokka þurfa að þróast og sagði það vera sérstakt markmið sitt að laða að nýja fulltrúa í flokkinn. Þar sem allir landsfundarfulltrúar teljast vera í framboði til embættis varaformanns verður kosið í embættið á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert