Stefna á raunhæfar aðgerðir

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jak­obs­dótt­ir var sjálf­kjör­inn í embætti for­manns Vinstri grænna á lands­fundi flokks­ins nú fyr­ir skömmu. Nú standa yfir kosn­ing­ar í vara­for­mann­sembætti flokks­ins og stend­ur valið á milli Björns Vals Gísla­son­ar og Sól­eyj­ar Bjark­ar Stef­áns­dótt­ur. mbl.is náði tali af Katrínu í röðinni að kjör­seðlun­um og var hún að von­um ánægð með niður­stöðuna.

„Ég er auðvitað bara mjög glöð og auðmjúk gagn­vart því trausti sem hreyf­ing­in sýn­ir mér enn um sinn til að gegna þessu embætti og mun reyna að standa und­ir því trausti.“

Katrín seg­ist afar ánægð með fram­vindu lands­fund­ar­ins hingað til og seg­ir góðar og mikl­ar umræður hafa átt sér stað sem veiti flokkn­um inn­blást­ur.

„Við erum auðvitað að setja okk­ur í stell­ing­ar fyr­ir að vinna að stefnu­mót­un fyr­ir næstu kosn­ing­ar sem eru eft­ir eitt og hálft ár. Það er verið að skerpa á stefn­unni í helstu mála­flokk­um.“

Katrín seg­ir að það sem flokk­ur­inn horfi á í sinni stefnu­mót­un séu ekki aðeins stóru mál­in held­ur raun­hæf­ar aðgerðir.

„Ég ætla að nefna eitt dæmi og það er til­laga sem ligg­ur hérna fyr­ir um sam­fé­lags­banka sem er til­laga sem aðrir hafa verið með og við höf­um tekið und­ir. Það er dæmi um raun­hæfa aðgerð þar sem við breyt­um því hvernig fjár­mála­kerfið vinn­ur. Þetta varðar al­menn­ing í land­inu og er eitt af því sem við erum að fá mjög mik­il viðbrögð við. Þetta er eitt dæmi um það hvernig við setj­um okk­ar stefnu niður í raun­hæf­ar aðgerðir.“

Frá landsfundi Vinstri Grænna.
Frá lands­fundi Vinstri Grænna.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert