Bjarni endurkjörinn formaður

Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi rétt í þessu. Bjarni hlaut 753 atkvæði; 96% gildra atkvæða. Alls greiddu 799 atkvæði en auðir seðlar voru 15. Bjarni var einn í framboði.

Fréttin verður uppfærð með niðurstöðum í kjöri um varaformann og ritara.

Uppfært kl. 16.08:

Ólöf Nordal hefur verið kjörin varaformaður flokksins með 771 atkvæði af 816. Auðir seðlar voru 19.

Uppfært kl. 16.48:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var rétt í þessu kjörin ritari. Hlaut hún 668 atkvæði af 783. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem dró framboð sitt tilbaka, hlaut 49 atkvæði en 56 seðlar voru auðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert